- Ekkert venjulegt sjónvarp

Skjárinn Minn

Innskráning


 •  

   

  Velkomin að Skjánum

  Skjárinn er leiðandi fyrirtæki á íslenskum sjónvarpsmarkaði. Skjárinn færir áhorfendum sjónvarpsstöð með fyrsta flokks afþreyingu og gagnvirkt sjónvarp, fyrst allra á Íslandi. Áhorfandinn getur pantað sér þær bíómyndir og þá þætti sem hann vill horfa á og ráðið sinni dagskrá. Skjárinn býður einnig upp á aðgang að öllum helstu innlendu og erlendu sjónvarpsstöðvunum sem íslenskum áhorfendum stendur til boða.

   

  SkjárEinn er sjónvarpsstöð með glæsilegt úrval af frábærum sjónvarpsþáttum, jafnt innlendum sem erlendum. SkjárEinn hefur fært íslenskum áhorfendum marga af vinsælustu sjónvarpsþáttum heims á undanförnum árum og framtíðin er björt.

  - SkjárEinn hóf göngu sína 20. október 1999 og var þá ókeypis. Stöðin varð fljótt vinsæll valkostur hjá áhorfendum. Frá upphafi hefur áhersla verið lögð á fjölbreytta innlenda dagskrárgerð og vandaða erlenda þætti.
   
   - SkjárEinn hefur komið með ferska vinda inn á íslenskan sjónvarpsmarkað og sýnt ögrandi og áhrifamikla þætti sem vakið hafa athygli og eftirtekt. SkjárEinn hefur í gegnum tíðina boðið áhorfendum upp á frábærar sakamálaseríur, dramatík, raunveruleikaþætti og gamanþætti af bestu gerð.
   

  SkjárBíó býður byltingarkennda þjónustu sem færir dagskrárstjórnina í hendur notenda. Með VOD hnappinum á fjarstýringunni fá sjónvarpsáhorfendur aðgang að stóru safni úrvalsefnis þar sem fara saman nýjar og sígildar stórmyndir allra helstu kvikmyndaveranna, vinsælir sjónvarpsþættir og upptökur flestra innlendra sjónvarpsþátta SkjásEins, Ríkissjónvarpsins og Stöðvar 2. Aðgengi að efni byggir á hefðbundinni flokkun en jafnan er reynt að benda á áhugaverðar myndir og þætti auk þess sem hægt er að skoða lista yfir vinsælustu myndirnar hverju sinni. Áhersla er á gott barnaefni og frumsýndar unglingaseríur en allt erlent efni í SkjáBíó er með íslenskum texta. Auðvelt er að nálgast efni og hluti þess er ókeypis.

   

  SkjárHeimur er endurvarp á fjölbreyttri dagskrá yfir 60 erlendra sjónvarpsstöðva sem skipt er upp  í nokkra mismunandi pakka þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Pakkar í boði eru: ALLT, BLANDA, FRÆÐSLA, FJÖLSKYLDA, EVRÓPA, HÁSKERPA, TOPPUR  OG SPORT. Boðið er upp á mikið úrval barna- og unglingaefnis, fréttir, íþróttir, skemmtun og fræðslu með sérstakri áherslu á norrænar og aðrar evrópskar stöðvar.
   

   


Síður Skjásins


Skjárinn , aðrar síður

Um Skjáinn

Skjárinn | Ármúla 25, 108 Reykjavík, Iceland | Tel: +354 595 6000 | Email: info@skjarinn.is | Auglýsingar: auglysingar@skjarinn.is
Opnunartími þjónustuvers: 09:00 - 17:00